20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Mattheusarpassía Bachs í fyrsta inn á Akureyri
Einn stærsti tónlistarviðburður ársins hjá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands verður um páskana á Akureyri og í Reykjavík þegar Matteusarpassía J.S. Bachs verður flutt í Hofi og Hallgrímskirkju. Þar sameina krafta sína Listvinafélag Hallgrímskirkju og Menningarfélag Akureyrar. Innlendir sem erlendir óperusöngvarar og hljóðfæraleikarar taka þátt auk kóra frá Norðurlandi og Reykjavík.
„Verkið er eitt stórbrotnasta tónverk sögunnar. Einvalalið heimskunnra söngvara og hljóðfæraleikara frá fjölmörgum löndum ganga til liðs við listamenn frá Norðurlandi til að flytja þetta fallega, átakanlega en um leið hátíðlega tónverk þar sem Hymnodia, Kammerkór Norðurlands, Stúlknakór Akureyrarkirkju og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sameina krafta sína undir stjórn Harðar Áskelssonar,“ segir í tilkynningu.
Matteusarpassían verður í Hofi á Skírdag kl. 16 og í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa kl. 18. Miðasala er á mak.is.