Húmor og hátíðleiki í menningunni

Hundur í óskilum fer yfir kvennasöguna á skondinn hátt í verkinu Kvenfólk.
Hundur í óskilum fer yfir kvennasöguna á skondinn hátt í verkinu Kvenfólk.

Nýtt starfsár er hafið hjá Menningarfélagi Akureyrar og verður dagskráin fjölbreytt í vetur. Hjá Leikfélagi Akureyrar verða settar upp tvær gamanleiksýningar í Samkomuhúsinu. Annars vegar Kvenfólk þar sem Hundur í óskilum fer yfir kvennasöguna á hundavaði og hins vegar mun Sjeikfélag Akureyrar setja upp Sjeikspír eins og hann leggur sig. Auk þess snýr Stúfur aftur með jólasýningu í Samkomuhúsið í desember.

Jón Páll Eyjólfsson, leikhússtjóri LA, segir spennandi vetur framundan.

„Við erum ákaflega stolt af þessari dagskrá sem við höfum sett saman og það er alltaf fiðringur þegar nýtt starfsár hefst,“ segir Jón Páll. Hjá LA er aukin áhersla á frumsköpun leikskálda af svæðinu og að nýta krafta þess sviðslistafólks sem hér er búsett. Heimamenn verða því í fararbroddi á sviði.

Nánar er rætt við Jón Pál í prentúgáfu Vikudags og fjallað um menningarveturinn sem framundan er á Akureyri. 

Nýjast