HSN - Ekki óútskýrður kynbundin launamunur
„Það er ánægjulegt að greina frá því að ekki hefur greinst óútskýrður kynbundin launamunur í launagreiningum HSN enda kyn hreint ekki áhrifabreyta á árangur fólks í starfi,“ segir á heimasíðu Heilbrigðisstofnunar Norðurlands eystra, en HSN fékk endurnýjun á Jafnlaunavottun á dögunum.
HSN fékk Jafnlaunavottun fyrst árið 2021. Nú hefur stofnunin fengið vottun sína staðfesta hjá Jafnréttisstofu og hefur því leyfi til að nota merkið fram til mars 2027. Vottunin byggir á jafnlaunastaðli ÍST 85 sem stuðlar að því að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum feli ekki í sér kynbundin mismunun.
Fram kemur að ójafnrétti geti átt sér aðrar birtingarmyndir en greinast við jafnlaunaúttekt og því hafi verið sett ný jafnréttisstefna og áætlun þar sem sjónum er beint í meira mæli að öðrum þáttum en launum.