Frá vinstri: Andri Rúnar Hákonarson, Emilía Björk Óladóttir, Sunneva María Vilhelmsdóttir, Lárus Vinit Víðisson. Myndir/samherji.is
Um fjörutíu ungmenni eru ráðin til starfa í vinnsluhúsi Útgerðarfélags Akureyringa á Akureyri í sumar til að leysa af fastráðið starfsfólk vegna sumarleyfa.
Starfsmenn vinnsluhússins eru að jafnaði um eitt hundrað og tuttugu, þannig að hlutfall sumarstarfsfólks er nokkuð hátt þessar vikurnar.
Mikilvægt starfsfólk
Sunneva Ósk Guðmundsdóttir framleiðslustjóri segir að vel hafi gengið með ráðningar.
„Það er alltaf töluverð ásókn í sumarstörfin og því miður ekki hægt að verða við öllum umsóknum. Flest sem sækja um vinnu hafa kynnt sér starfsemina og vita ágætlega að hverju þau ganga. Áður en þessir nýju starfsmenn hefja störf er efnt til nýliðafræðslu, þar sem farið er yfir helstu þætti starfseminnar og spurningum svarað. Án sumarafleysingafólksins væri líklega ekki hægt að halda úti fullri starfsemi svo þessir starfsmenn eru mikilvægir. ,,Þetta er upp til hópa hörku duglegt fólk, auk þess sem launin hérna eru líklega talsvert hærri en gengur og gerist hjá ungu fólki.“
Klúbbarnir Ladies Circle 7 og Round Table 15 afhentu Frú Ragnheiði rausnarlegar styrk í vikunni, ómetnalegur styrkur . „Við erum svo innilega þakklát og mun þetta nýtast skjólstæðingum okkar vel segir í tilkynningu, en styrkurinn er að upphæð um 630 þúsund krónur.
Heimilismenn á Grenilundi hafa að undanförnu tekið þátt í hjólakeppninni Pedal On Road Worlds For Seniors. Keppnin stóð yfir frá 7. október til 1. nóvember.
Jólatónleikarnir Jólaljós og lopasokkar verður haldnir í Menningarhúsinu Hofi 1. desember næstkomandi og hefjast kl. 17. Þetta er fjölskylduvænir tónleikar, norðlensk framleiðsla og miðaverði stillt í hóf. Alls koma fram fjórir söngvarar, kór, hljómsveit og dansarar.
Umræða um jarðir, jarðaviðskipti og kynslóðaskipti í landbúnaði er og á að vera fyrirferðarmikil í umræðu um stöðu sveitanna. Enda var málefnið eitt helsta umræðuefni á haustfundum Bændasamtaka Íslands. Uppkaup og jarðasöfnun fjárfesta og samkeppnisstöðu landbúnaðar. Um stöðu ungra bænda og eldri bænda sem væru að afhenda bú sín til yngri kynslóða.
Alþingiskosningar ber brátt að garði. Þar skipar undirrituð 2. sætið á lista VG í norðausturkjördæmi. Ég bý á Björgum í Kinn í Þingeyjarsýslu þar sem systir mín og ég tókum við búi 2017 af foreldrum okkar. Þar er mjólkurframleiðsla, umfangsmikil jarðrækt, kornrækt og örfáar kindur.Meðal starfa minna í félagsmálum má nefna formennsku í Samtökum ungra bænda og þá hef ég setið í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar frá árinu 2018 og er nú formaður byggðarráðs
„Ég þurfti að gera hlé á máli mínu því tárin bara runnu niður kinnarnar,“ segir Marta Kristín Rósudóttir verkefnastjóri hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. Dekurdagar afhentu félaginu alls 6, 7 milljónir króna og hefur upphæðin aldrei verið hærri en nú. Frá árinu 2012 hafa Dekurdagar safnað 37.850.000 kr. fyrir Krabbameinsfélag Akureyrar
Fjórtándi jólasveinninn er frumsamið jólaverk eftir Ásgeir Ólafsson Lie sem segir sögu af hinum hefðbundnu jólasveinunum 13 sem og Grýlu, Leppalúða og jólakettinum. Nema í þessu leikverki eru jólasveinarnir ekki bara þrettán heldur er þarna sá fjórtándi sem enginn átti von á. Leikritið verður frumsýnt hjá Freyvangsleikhúsinu á laugardag, 23. nóvember og verður sýnt á aðventunni.
„Það er dásamlegt að starfa í kvenfélagi. Þetta er yndislegur félagsskapur, gefandi á allan hátt. Við skemmtum okkur vel, látum gott af okkur leiða en vinnum okkar verk yfirleitt í hljóði og erum ekki að auglýsa það sérstaklega þó við gerum góðverk,“ segir Auður Thorberg formaður Kvenfélagsins Hjálparinnar í Eyjafjarðarsveit.