Hafdís keppir á Evrópumótinu í Hjólreiðum um helgina

Hafdís að koma sér í gírinn fyrir keppni.  Mynd: Hjólreiðasamband Íslands
Hafdís að koma sér í gírinn fyrir keppni. Mynd: Hjólreiðasamband Íslands

Hafdís Sigurðardóttir hjólreiðakona úr HFA keppir fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu í hjólreiðum um helgina. Allar bestu hjóreiðakonur Evrópu leiða saman hesta sína og má þar meðal annars finna heimsmeistarann 2023, Lotte Kopecky frá Belgíu og Demi Vollering frá Hollandi sem sigraði Tour de France Femme fyrr í sumar.

Keppnin er erfið en hjólaðir eru 62 kílómetrar frá  bænum Mappel í Hollandi í átt að Col Du VAM en þær sem komast þangað fyrir tilskilinn tíma fá að hjóla 5 hringi sem er 15 kílómeter hver. Í hringnum eru 3 erfiðar brekkur þar sem keppendur gefa allt sitt í að missa ekki af hópnum. Það er því æsispennandi keppni í vændum hjá Hafdísi. Keppnin er ræst laugardag klukkan 14:30 og er sýnd á Eurosport og GCN stöðvunum. 

Á fimmtudag keppti Hafdís í tímatöku hjólaði þar á 44,7 km meðalhraða í rétt rúmar 40 mínútur sem kom henni í 27. sæti meðal þeirra bestu.

Nýjast