20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Ferðavefurinn Lonely Planet mælir með Hrísey
Um síðastliðna helgi birti ferðavefur Lonley Planet grein um þrjá staði sem mælt er með að heimsækja á Íslandi fyrir ferðalanga sem vilja ferðast eins og heimamenn. Greinina skrifuðu þrír ferðasérfræðingar sem hver um sig völdu einn stað sem þeir mæltu með, Hrísey, Ásbyrgi og Neskaupsstað. Carolyn Bain, ferðabókahöfundur, valdi Hrísey sem er í Eyjafirðinum.
Hrísey
„Litla eyjan Hrísey er í 15 mínútna siglingu með ferju frá Árskógssandi og langt frá ysnum á hringveginum. Ferjan tekur ekki bíla; við bryggju eyjunnar eru hjólbörur svo ferðalangar geti flutt farangur sinn. Í nágrenninu er röð af dráttarvélum sem er ákjósanlegur ferðamáti um eyjuna,“ skrifar Bain.
"Hér búa um 160 manns og ekki fjölbreytt þjónusta: verslun, veitingastaður, gistiheimili og sundlaug (þetta er jú Ísland). Ég kem hingað fyrir kyrrðina, fuglalífið (rjúpur, kríur, máva og endur), gönguleiðirnar og útsýnið. Hrísey er í miðjunni á löngum firði umkringd fjöllum með stórkostlegu útsýni til allra átta. Staður sem er vel þess virði að heimsækja hvenær sem er árs," segir Bain enn fremur.
Greinina í heild sinni má finna má hér
Það er margt sem gleður augað í Hrísey. Mynd Vb.