20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Brennur fyrir bæjarmálin
„Við verðum alltaf að vera viðbúin óvæntum uppákomum og vera snögg til að finna lausnir svo forðast megi neikvæðu umræðuna sem skapar viðhorf sem er mjög erfitt að breyta aftur,“ segir Gunnar m.a. í ítarlegu viðtali í Vikudegi. Mynd/Þröstur Ernir
Eftir fimmtán ár í starfi fræðslustjóra ákvað Gunnar Gíslason að söðla um og hella sér í bæjarmálin á Akureyri. Hann situr sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn og segir það sem af er kjörtímabili hafa verið lærdómsríkt. Hann er ákveðinn í halda áfram á pólitískum vettvangi og vill fá pólitískan bæjarstjóra. Hann ætlar að gefa kost á sér í starfið.
Vikudagur heimsótti Gunnar og spjallaði við hann um bæjarmálin, fjölskylduna, daginn og veginn. Nálgast má viðtalið í nýjasta tölublaði Vikudags.