Blood Harmony er samstarfsverkefni systkinanna Arnar, Aspar og Bjarkar Eldjárn sem hófst snemma árs 2020 þegar heimsfaraldurinn skall á og sökum hans voru þau flutt í heimahagana fyrir norðan.
Framkvæmdum við 16 milljarða króna stækkun gagnavers atNorth á Akureyri miðar vel og er fyrri áfangi nú tilbúinn í rekstur. Samhliða stækkun gagnavers verður reist þjónustuhús fyrir ört stækkandi hóp starfsmanna félagsins á Akureyri.
Í dag fimmtudaginn 3. júlí kl 17:00 fögnum við 150 ára brúðkaupsafmæli Guðrúnar og Matthíasar. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, mælir fyrir skál og Margrét Jónsdóttir leirlistakona verður með listamannsspjall um ný verk hennar í Sigurhæðum. Hér skapast áhugaverðar og skemmtilega tengingar í opnu samtali.
Öll velkomin og enginn aðgangseyrir sem fyrr á okkar gamla menningarheimili."
Meðfylgjandi myndir er teknar af Daníel Starrasyni og eru af tveimur verkum Margrétar "Matthías Jochumsson" og "Guðrún Runólfsdóttir".
Myndlistarsýningin „Úr fullkomnu samhengi“ verður opnuð í Verksmiðjunni á Hjalteyri á morgun, fimmtudaginn 3. júlí kl. 16. Þar sýna þau Julie Tremble, Philippe- Aubert Gauthier og Tanya Saint- Pierre , kanadískt kvikmynda og Vídeólistafólk. Aukalega verður sérstök vídeódagskrá á opnun, með verkum eftir 7 listamenn.
Forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir og eiginmaður hennar Björn Skúlason, slógu í gegn við útskrift Vísindaskóla unga fólksins sem lauk föstudaginn 27. júní. Þau svöruðu fjölda spurninga sem nemendur höfðu sent embættinu, allt frá spurningum um uppáhaldslit hennar til þess hvort henni þætti Alþingi starfa vel. Alls 85 börn útskrifuðust að þessu sinni og er þetta ellefta starfsár skólans. Vísindaskólinn er rekinn af Rannsóknamiðstöð HA.