Frú Ragnheiður - Færri í nálaskiptaþjónustu en fleiri komu í bílinn

 Fjöldi einstaklinga sem leitaði til Frú Ragnheiðar árið 2023 var 51 í 584 heimsóknum en árið 2022 voru einstaklingarnir 46 í 412 heimsóknum. Af þessum fjölda voru 10 viðbragðsaðilar og einstaklingar sem leituðu til verkefnisins til að fá Nyxoid nefúðann. Ekki er því um fjölgun skjólstæðinga í nálaskiptaþjónustu að ræða en þeim fækkaði um fimm milli ára, úr 46 í 41.

 Komum í bíl Frú Ragnheiðar fjölgaði þó umtalsvert milli ára eða um 172 komur. Líklegt er að rekja megi þessa aukningu til aukinnar eftirfylgni við einstaklinga og vegna þjónustu í tengslum við nefúðann. Starfsmenn verkefnisins lögðu mikla áherslu á að kynna Nyxoid nefúðann fyrir viðbragðsaðilum, lögreglu og sjúkraflutningafólks og einstaklingum á árinu og sinntu þannig málsvarastarfi fyrir skjólstæðingahópinn. Allar vaktir innan lögreglunnar fengu kynningu um úðann og starfsemina í tengslum við sérstakt viðbragð innan verkefnisins til að reyna að draga úr andlátum tengd ofskömmtunum á ópíóðum.

Starfsemi Frú Ragnheiðar er innan Eyjafjarðdeildar Rauða krossins. Samningur er fyrir hendi við Sjúkratryggingar Íslands. Tveir starfsmenn eru á vöktum hverju sinni þar af annar með heilbrigðismenntun. Þetta kemur fram á í ársskýrslu Eyjafjarðardeildar Rauða krossins.


Athugasemdir

Nýjast