Bók fyrir fólk sem með íslensku sem annað mál

    kristingu lau 13.júl
    Tólf lyklar er ekki skáldsaga í fullri lengd, heldur bók með 12 stuttum, skemmtilegum og sjálfstæðum sögum úr ýmsum áttum. Fólk þarf engar áhyggjur að hafa, því erfið orð, spakmæli og orðasambönd eru útskýrð með tilvísunum á einfaldri íslensku. Auk þess sem ein handteiknuð mynd fylgir með hverri sögu sem styður við tilvísanirnar.
    Bókin er sérstaklega skrifuð fyrir fólk af erlendum uppruna, sem er búið með grunninn í íslensku.

    Sérfræðingar innan skólakerfisins og kona af erlendum uppruna, sem hefur búið hér á landi síðan 1995 aðstoðuðu við gerð bókarinnar og komu með ábendingar. Konan segist hafa lært meira í tungumálinu við lestur bókarinnar.

    Bókin kostar 3800kr.

    Hægt er að panta í gegnum netfangið: bookskb20@gmail.com

    www.facebook.com/Bók-fyrir-fólk-af-erlendum-uppruna-696197564146094

    Smelltu á myndirnar til að sjá stærri útgáfu