Álkulegur fugl og JaJa Ding Dong
Spunrningaþraut #6
-
Á myndinni hér fyrir ofan má sjá JaJa ding dong gaurinn Olaf Yohansson úr frægri kvikmynd sem tekin var upp á Húsavík. En hvað heitir leikarinn sem lék Olaf?
-
Frelsisstyttan er ansi stór stytta sem Frakkland gaf Bandaríkjunum árið 1886 og er helsta kennileyti New York-borgar. Hún var vígð þann 28. október 1886 í tilefni af aldarafmæli Bandaríkjanna. Gustav Eiffel hannaði burðarvirkið en hver hannaði sjálfa styttuna?
-
Hver er utanríkisráðherra Rússlands?
-
Hvaða ár var íþróttafélagið Völsungur stofnað?
-
„Tíminn er læknir; hann breytir um böl og bíður síns færis við alda dvöl.“ Hver mælti svo?
-
Hvaða ár hætti dagblaðið Dagur að koma út?
-
Við skulum halda okkur við blaðarekstur en Víkurblaðið var bæjarblað sem kom út á Húsavík í mörg ár. Hvað ár var það stofnað?
-
Árið 2014 setti Leikfélag Akureyrar upp Gullna hliðið í Samkomuhúsinu á Akureyri til að halda upp á 40 ára atvinnuafmæli en 1973 varð LA fyrsta atvinnuleikhúsið utan höfuðborgarsvæðisins. Hver lék Jón bónda í þessari uppsetningu?
-
Hvað feðgar fóru til Grímseyjar vorið 1222 með um 300 manna lið til að hefna fyrir drápið á Tuma Sighvatssyni eldri þá um veturinn?
-
Spurt er um fugl sem líkur er álku en miklu minni, raunar er hann smæstur svartfugla og einn af minnstu sjófuglunum. Hann er þybbinn, hálsstuttur og mjög kubbslegur, á stærð við stara. Vængirnir eru stuttir. Á sumrin er hann svartur að ofan, niður á bringu, og hvítur að neðan. Hvítar rákir eru um axlir. Á veturna verður hann hvítur á bringu, kverk og upp á vanga. Kynin eru eins. Fuglinn var áður varpfugl við norðanvert landið og nokkuð algengur en hóf að fækka mjög á 20. Öld og er hann nú alveg horfinn. Hreiður fannst síðast í Grímsey árið 1995 en hver er fuglinn?
---
Svör:
1. Hannes Óli Ágústsson.
3. Sergei Lavrov.
4. 1927.
5. Einar Benediktsson.
6. Árið 2001.
7. 1979.
8. Hannes Óli Ágústsson.
9. Sighvatur Sturluson og Sturla Sighvatsson.
10. Haftyrðill.