Líftækninemar leita að lausnum
Líftækninemar á þriðja ári rannsaka nú fjögur áhugaverð viðfangsefni í námskeiðinu Hagnýtt verkefni. Námskeiðinu er annars vegar ætlað að undirbúa nemendur fyrir lokaverkefni vormisseris og hins vegar að þjálfa þá í að skrifa verkáætlanir, styrkumsóknir og afla forgagna. Stúdentar vinna fjórir í hóp og fá viðfangsefni sem þeir útfæra síðan í formi rannsóknarverkefnis og styrkumsóknar í ímyndaðan verkefnasjóð.