20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Viðræður um að Norðurorka taki við vatnsveitu á Hjalteyri
Hörgársveit hefur óskað eftir formlegum viðræðum við Norðurorku um hvort veitan geti tekið að sér rekstur og framkvæmdir vatnsveit á Hjalteyri. Stjórn Norðurorku hefur samþykkt að hefja formlegar viðræður við Hörgársveit um málið.
„Hörgársveit hefur rekið litla vatnsveitu og fráveitu á Hjalteyri í mörg ár. Nú er að bætast við byggðina þar og ef uppbygging fer í gang á Dysnesi er hyggilegt að skoða að sérhæft veitufyrirtæki eins og Norðurorka komi að rekstri þessara veitna. Það verður skoðað á næstu mánuðum hvort af því geti orðið og þá með hvaða hætti,“ segir Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri í Hörgársveit