Vegleg gjöf til minningar um Sigurð Jónsson í Ystafelli

Erla, Helga, Regína og Jón Sigurðarbörn. Mynd af vef Þingeyjarsveitar.
Erla, Helga, Regína og Jón Sigurðarbörn. Mynd af vef Þingeyjarsveitar.

Fyrr í sumar fékk Þingeyjarsveit afhentan veglegan setbekk að gjöf til minningar um Sigurð Jónsson í Ystafelli og sundafrek hans en greint er frá þessu á vef sveitarfélagsins. 

Bekkurinn er gjöf frá afkomendum Sigurðar Þingeyings og var hann settur niður við sundlaugina á Laugum enda er staðurinn táknrænn því á Laugum byrjaði ævintýrið.  Sigurður var um áratugaskeið einn besti sundmaður landsins og var fyrsti sundsigur hans á drengjamóti sem haldið var í Tjörninni á Laugum árið 1937. Næstu ár þar á eftir tók við meiri og harðari keppni bæði innan lands og utan og keppti Sigurður meðal annars á Ólympíuleikunum í London árið 1948.  Sigurður var alla tíð trúr uppruna sínum og keppti alltaf innanlands undir merkjum HSÞ.  

Benedikt Sigurðarson flutti ávarp við afhendingu gjafarinnar og fór yfir lífshlaup Sigurðar sem má lesa með því að smella HÉR.

Nýjast