Svið og hangikjöt vinsælt í útileguna

Svið þykja tilvalinn útilegumatur.
Svið þykja tilvalinn útilegumatur.

„Sumarsalan hefur gengið príðisvel. Hamborgarar og pylsur er vinsælast enda gengur það í alla, unga sem gamla og er þægilegur matur að grípa með hvort heldur er á ferðalögum eða einfaldlega á að grilla í góðra vina hópi,” segir Gunnlaugur Eiðsson hjá Kjarnafæði. Líflegt hefur verið í sölu á grillmat í sumar enda hefur veðrið leikið við landann að stærstum hluta. Þar sem verslunarmannahelgin er nú framundan er viðbúið að fólk flykkist í búðir hamstri grillmat.

„Salan fyrir verslunarmannahelgina er ansi skemmtileg en þá er grillmaturinn á fullu, sem og áleggssala sem tekur góðan kipp. Einnig má segja að ennþá lifi í gömlum glæðum þar sem sala á lambakótilettum í raspi, sviðum og hangikjöti tekur vel við sér, enda um ekta íslenskan útilegumat að ræða, hvort sem útilegan verður í skógi eða í miðbæ,” segir Gunnlaugur

Hann segir söluna í ár almennt vera talsvert meiri en í fyrra, enda veðrið einstaklega gott, „og þá hefur einnig verið mikil fjölgun erlendra ferðamanna á landinu og það hjálpar til.”

 

Nýjast