27. nóvember - 4. desember - Tbl 48
Sjávarútvegsskóli unga fólksins hlaut verðlaun
Sjávarútvegsskóli unga fólksins sem rekinn er af Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri fékk hvatningarverðlaun á ársfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í Hörpu föstudaginn 6. maí. Greint er frá þessu á vef HA.
Guðrún Arndís Jónsdóttir, forstöðumaður Sjávarútvegsmiðstöðvarinnar, ásamt verkefnastjórum Sjávarútvegsskóla unga fólksins, þeim Maríu Dís Ólafsdóttur og Gunnlaugu Helgu Ásgeirsdóttur, veittu verðlaununum viðtöku.
Sjávarútvegsskóli unga fólksins er sumarskóli sem rekinn er í samstarfi fyrirtækja í sjávarútvegi, vinnuskóla sveitarfélaga og Sjávarútvegsmiðstöðvarinnar. Nemendur skólans eru á aldrinum 13-16 ára og sumarið 2021 voru þeir 360 talsins. Skólinn var starfræktur á Austfjörðum, Norðurlandi og í Reykjavík sumarið 2021. Þá var einnig starfræktur Fiskeldisskóli unga fólksins í Vesturbyggð og á Djúpavogi.
Verðlaunin eru mikil hvatning fyrir Sjávarútvegsskólann og viðurkenning á mikilvægi starfsemi hans.