27. nóvember - 4. desember - Tbl 48
Samfylking slítur meirihlutaviðræðum á Akureyri
Samfylkingin hefur ákveðið að slíta meirihlutaviðræðum á Akureyri við Sjálfstæðisflokk, Miðflokk og Framsókn. Þetta segir Hilda Jana Gísladóttir oddviti S-listans í tilkynningu sem send var á fjölmiðla rétt í þessu.
"Ástæðan er mikill málefnalegur ágreiningur í fjölmörgum málum s.s. velferðarmálum, umhverfis- og loftslagsmálum og skipulagsmálum svo dæmi séu tekin," segir í tilkynningunni.
Meira síðar