Guns & Roses rokkmessa á Græna hattinum
Einn af þeim viðburðum sem fresta þurfti margsinnis í Covid faraldrinum var Guns & Roses rokkmessan. Nú er loksins komið að því að rokka Akureyri og Reykjavík.
Ein stærsta rokkplata veraldar, Appetite for Destruction fagnar 35 ára afmælinu á þessu ári og mun dagskrá rokkmessunar litast mikið af lögum hennar. Aðrir ópusar og þrusu smellir sveitarinnar Guns N´ Roses fá að að sjálfsögðu að fljóta með.
Þetta er ekki í fyrsta né síðasta skiptið sem Guns N’ Roses rokkmessur verða haldnar hér á landi enda alltaf vel sóttir og gríðarlega skemmtilegir viðburðir. Meðlimir meðal annars hljómsveitanna Dr. Spock, DIMMU og Skálmaldar sjá til þess að þú fáir rokkið beint í æð í bestu mögulegum gæðum.
Akureyri - Græni Hatturinn 28. Maí
Reykjavík - Húrra 3. júní
Flytjendur:
Söngur: Stefán Jakobsson
Gítar: Davíð Sigurgeirsson
Gítar / Söngur: Franz Gunnarsson
Bassi / Söngur: Jón svanur Sveinsson
Trommur: Jón Geir Jóhansson